Gæddu sér á heimagerðri sviðasultu á toppi Geitlandsjökuls (myndir)

„Við förum reglulega í svona ferðir um helgar. Þessi ferð var mjög skemmtileg þó við kæmumst ekki allt sem við ætluðum að fara,“ segir Auðunn Ásberg Gunnarsson, bifvélavirki með meiru.

Auðunn fór fyrir hópi fimm sérútbúinna bíla upp á Geitlandsjökul um síðustu helgi.

Þetta var þriðja ferð hans þangað í vetur og kveðst hann sjá mun á aðstæðum í hvert sinn. Hundur var með í för og fékk hann að viðra sig í sólinni eins og aðrir í hópnum.

Meðal þess sem þeir félagar skoðuðu var fjarskiptamastur á toppi jökulsins, sem hulið var snjó. Áður en haldið var aftur niður gæddu leiðangursmenn sér á sviðasultu sem einn þeirra, Björgólfur Kristinsson, gerði í bílskúrnum heima.

Hægt er að skoða fleiri glæsilegar ljósmyndir ljósmyndara Morgunblaðsins og mbl.is í flettiglugganum hér fyrir ofan. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert