Sækja slasaða konu á Hvannadalshnjúk

Kona slasaðist á Hvannadalshnjúki síðdegis og eru björgunarsveitarmenn á leið …
Kona slasaðist á Hvannadalshnjúki síðdegis og eru björgunarsveitarmenn á leið að sækja hana. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Um tíu björgunarsveitarmenn á Suðausturlandi eru á leið frá Höfn í Hornafirði að Hvannadalshnjúki eftir að óskað var eftir aðstoð vegna konu sem slasaði sig á jöklinum. 

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að að hluti björgunarsveitarmannanna fari á vélsleðum á vettvang og hlúi að konunni og undirbúi hana fyrir flutning til byggða.

Uppfært klukkan 19:16: 

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á jökulinn en konan er stödd við rætur hnjúksins. Hún slasaðist á skíðum en hefur fengið aðhlynningu frá félögum sínum. 

Tveir björgunarsveitarhópar eru komnir á jökulinn og eru nýlagðir af stað á vélsleðum úr tveimur áttum að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Til stendur að hífa konuna upp í þyrluna.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert