Flugfreyjur mættar til fundar

Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands á fundi á Hilton í morgun.
Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands á fundi á Hilton í morgun. mbl.is/Arnþór

Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands eru mættir til fundar. Farið verður yfir stöðu mála í kjaraviðræðum félagsins við Icelandair. 

Vegna sóttvarnatakmarkana vegna kórónuveirunnar hefur félagsmönnum verið skipt upp í hópa yfir daginn. 

Hluthafafundur Icelandair verður haldinn í dag, en Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins, hefur lagt áherslu á að samningar náist fyrir hann. 

„Lokatilboði“ Icelandair var hafnað af flugfreyjum fyrr í vikunni og hefur ekki farið fram formlegur samningafundur síðan. 

Vegna sóttvarnatakmarkana þurfti að skipta félagsmönnum í hópa sem funda …
Vegna sóttvarnatakmarkana þurfti að skipta félagsmönnum í hópa sem funda yfir daginn. mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert