Týndi sjómaðurinn er átján ára

Frá leit björgunarsveita að Axel.
Frá leit björgunarsveita að Axel. Ljósmynd/Jón Helgason

Sjómaðurinn sem talið er að hafi fallið fyr­ir borð af fiski­skip­inu Erl­ing KE-140 í Vopnafirði á mánu­dag er á nítjánda aldursári, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Leit að sjómanninum, Axel Jósefssyni Zarioh, er lokið í dag en vindur hefur aukist á svæðinu sem gerir leitarskilyrði erfið. Leitin í dag bar ekki árangur en meðal annars var sérstakur prammi notaður í leitinni. 

Axel Jósefsson Zarioh er búsettur í Kópavogi, að því er …
Axel Jósefsson Zarioh er búsettur í Kópavogi, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Ljósmynd/Lögreglan

Sá er með glærum botni sem hægt er að sjá í gegnum niður á botn á grunnsævi. Leitað var meðfram ströndum og sandfjörur voru eknar við leit. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert