Tillögur um sýnatökur líklega kynntar á morgun

Mark­miðið er að sýni verði tek­in úr öll­um komuf­arþegum í …
Mark­miðið er að sýni verði tek­in úr öll­um komuf­arþegum í Kefla­vík sem það kjósa frem­ur en að fara í sótt­kví. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfshópur heilbrigðisráðherra sem falið var að leiða vinnu er varðar sýnatökur á Keflavíkurflugvelli undir stjórn Hildar Helgudóttur skilar tillögum til ráðherra í dag. Ákvörðun um birtingu tillagnanna verður svo tekin á morgun.

Þetta staðfestir Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, í samtali við mbl.is. 

Ásamt Hildi sátu í stjórn verkefnisins full­trú­ar sótt­varna­lækn­is, rík­is­lög­reglu­stjóra, ISA­VIA, Land­spít­ala og lög­reglu­stjór­ans á Kefla­vík­ur­flug­velli. Yf­ir­lög­fræðing­ur heil­brigðisráðuneyt­is­ins verður starfsmaður verk­efna­stjórn­ar­inn­ar.

Mark­miðið er að sýni verði tek­in úr öll­um komuf­arþegum í Kefla­vík sem það kjósa frem­ur en að fara í sótt­kví. Vott­orð/​rann­sókn­arniðurstaða frá öðrum lönd­um geti einnig komið í stað sótt­kví­ar, að því gefnu að sótt­varna­lækn­ir meti vott­orðið full­nægj­andi. Hlut­verk verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar verður einnig að greina hvaða kröf­ur þarf að gera til slíkra vott­orða og hvernig þeim skuli fram­vísað og þau met­in af hér­lend­um yf­ir­völd­um.

Sýna­tak­an á að hefjast ekki síðar en 15. júní. Hún fer fram í tvær vik­ur og svo verður fram­hald fram­kvæmd­ar­inn­ar metið. 

Verk­efn­is­stjórn­in á einnig að gera til­lög­ur um fram­kvæmd sýna­töku og grein­ing­ar hjá farþegum sem koma til lands­ins eft­ir öðrum leiðum en með flugi til Kefla­vík­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert