Brýnt að vera með hjálm á rafskútum

Rafskútur. Vinsæl farartæki í dag.
Rafskútur. Vinsæl farartæki í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Eftir að samkomubanninu létti hefur fólk verið að njóta þess að vera úti við. Fyrir vikið hefur verið fjölgað komum til okkar með ýmis útivistarslys,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum.

Margir hafa nýtt sér góðviðrisdaga á suðvesturhorninu að undanförnu til útivistar. Eins og verða vill fylgja slíku ýmiss konar slys; trampólínslys, hjólaslys og almenn útivistaróhöpp. Jón Magnús segir í Morgunblaðinu í dag, að oft komi toppur í þess háttar slysum snemma sumars. Þrátt fyrir að útivist landsmanna hafi verið óvenju áberandi að undanförnu séu slys ekki fleiri en starfsfólk bráðadeildar eigi að venjast í byrjun sumars.

Rafskútur eru áberandi á götum höfuðborgarsvæðisins þessa dagana. Til að mynda er vinsælt að leigja slíkar skútur til styttri ferða. Jón Magnús bendir á að mikilvægt sé að gæta fyllsta öryggis á þeim eins og við aðra ferðamáta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert