Starfsemi Alþingis í eðlilegra horf

Þetta tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í upphafi þingfundar …
Þetta tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í upphafi þingfundar í morgun. mbl.is/​Hari

Sú breyting verður á starfsemi Alþingis í dag að allir þingmenn geta setið aftur í sætum sínum, eftir að breyting var gerð þar á í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Þó gefst þeim þingmönnum sem það kjósa að hafa rýmra um sig. 

Þetta tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í upphafi þingfundar í morgun.

Þá munu fastanefndir Alþingis hefja fundi á sínum hefðbundnu fundarstöðum. Nefndarmenn sem það kjósa geta þó áfram tekið þátt í fundum í gegnum fjarfundarbúnað. Gestir nefndafunda skulu þó áfram heimsækja fundi í gegnum fjarfundabúnað, nema nauðsynlegt þyki að þeir séu viðstaddir. Gestir skulu þó aldrei vera fleiri en tveir í einu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert