Hitinn gæti náð 17 stigum á Austurlandi

Það verður bjart og nokkuð heitt á Austurlandi í dag …
Það verður bjart og nokkuð heitt á Austurlandi í dag ef rætist úr spánni. Djúpivogur. Mynd úr safni. Sigurður Bogi Sævarsson

Veðurstofan spáir 3 til 10 m/s og skúrum í dag en birtu með köflum á austanverðu landinu. Úrkomulítið í kvöld og hiti 7 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi.

Hægt vaxandi suðvestanátt á morgun, 8-15 m/s síðdegis og hlýnar heldur. Dálítil væta vestan til á landinu en léttskýjað eystra.

Útlit fyrir milda vestlæga átt á miðvikudag með súld á köflum, en þurrt á austanverðu landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Vestlæg átt, 3-8 m/s, skýjað og stöku skúrir, en yfirleitt léttskýjað austantil. Gengur í suðvestan 8-15 um kvöldið. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi.


Á miðvikudag:
Vestan 8-13 m/s, súld með köflum og hiti 9 til 12 stig, en víða bjartviðri um austanvert landið og hiti 13 til 18 stig að deginum.

Á fimmtudag:
Norðan 10-15 m/s og rigning eða slydda á köflum, en víða bjartviðri sunnan til á landinu. Hiti 2 til 13 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á föstudag:
Norðan 13-20 m/s, hvassast austast. Slydda, og jafnvel snjókoma, á norðaustanverðu landinu og hiti nærri frostmarki, en að mestu skýjað og þurrt annars staðar, og hiti 3 til 8 stig.

Á laugardag:
Norðanátt, víða 8-13 m/s. Skýjað með köflum um norðanvert landið og hiti 2 til 7 stig, en léttskýjað syðra og hiti að 15 stigum yfir daginn.

Á sunnudag (sjómannadaginn):
Vestlæg átt, að mestu skýjað og hiti 7 til 15 stig, hlýjast syðst.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert