Norska útrásin kostaði RÚV rúma milljón

Norska sjón­varpsþáttaröðin Exit fjall­ar um úr­kynjaðan og siðspillt­an lífs­stíl manna …
Norska sjón­varpsþáttaröðin Exit fjall­ar um úr­kynjaðan og siðspillt­an lífs­stíl manna úr fjár­mála­heim­in­um, eins og það er orðað á vef RÚV, og hefur verið opin öll­um í spil­ara RÚV, bæði á net­inu og í sjón­varp­inu, þó svo að þáttaröðin sé rauðmerkt og því strang­lega bönnuð börn­um. Skjáskot/NRK

Fjölmiðlanefnd hefur lagt 1,2 milljóna króna stjórnvaldssekt á Ríkisútvarpið vegna norsku þáttanna Exit, eða Útrás eins og þeir kallast á íslensku, sem voru aðgengilegir fyrir alla í spilara RÚV, en þættirnir eru stranglega bannaðir börnum. Síminn lagði fram kvörtun vegna málsins í febrúar og fór fram á hámarkssektir. Fjölmiðlanefnd telur brotið alvarlegt og hefur gert RÚV að fjarlægja þættina af vefnum fyrir 5. júní.

Norska sjón­varpsþáttaröðin Exit fjall­ar um úr­kynjaðan og siðspillt­an lífs­stíl manna úr fjár­mála­heim­in­um, eins og það er orðað á vef RÚV, og hefur verið opin öll­um í spil­ara RÚV, bæði á net­inu og í sjón­varp­inu, þó svo að þáttaröðin sé rauðmerkt og því strang­lega bönnuð börn­um. Eftir að kvörtunin var lögð fram kom RÚV á aðvörun í spilaranum þar sem kemur fram að efnið sé ekki við hæfi barna. Notandinn verður þá að staðfesta að hann sé eldri en 16 ára áður en hann getur nálgast þættina. 

Í kæru Sím­ans til Fjöl­miðlanefnd­ar vegna máls­ins er bent á að eng­ar aðgangs­stýr­ing­ar séu á spil­ara Rík­is­út­varps­ins til að verja börn og ung­menni fyr­ir grófu mynd­efni. Jafn­framt er at­hygli nefnd­ar­inn­ar vak­in á að þarna sé á ferðinni ein­stak­lega gróft efni sem bannað sé börn­um 16 ára og yngri.

Vinna við að koma á  aðgangs­stýr­ing í spil­ara RÚV á net­inu hefur farið fram síðan í febrúar en verkið hefur tafist af ýmsum ástæðum, að því er fram kemur í úrskurðinum. Ástæðurnar eru m.a. Sagðar verkföll í skólakerfinu, orlof, fjarvera  frá vinna og aðstæður sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Þá hafa einnig komið upp tæknileg vandamál. Aðgangsstýringin á að vera tilbúin fyrir lok júnímánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert