Felldi úr gildi varðhald fyrir heimilisofbeldi

Maðurinn var handtekinn um helgina.
Maðurinn var handtekinn um helgina. mbl.is/Eggert

Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tvítugum karlmanni sem handtekinn var vegna heimilisofbeldis síðustu helgi.

Héraðsdómur hafði áður úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 26. júní á grundvelli almannahagsmuna. Landsréttur felldi úrskurðinn úr gildi í dag, en RÚV greinir frá.

Maður­inn var dæmd­ur í tólf mánaða fang­elsi í mars en var á reynslu­lausn þegar hann var hand­tek­inn um helg­ina. Dóminn hlaut hann fyr­ir brot gegn tveim­ur fyrr­ver­andi kær­ust­um sín­um sem báðar voru ung­ar að árum þegar maður­inn framdi brot­in. Önnur kon­an er einnig barn­s­móðir manns­ins.

Dæmdur í tólf mánaða fangelsi í mars

Málið hef­ur verið til um­fjöll­un­ar í fjöl­miðlum áður, en árás­in ber með sér að hafa verið þess eðlis að stúlk­an kunni að hafa verið í lífs­hættu meðan á henni stóð. Eft­ir árás­ina hélt maður­inn á blóðugri stúlk­unni yfir Geirs­göt­una frá Hafn­ar­svæðinu. Þá sagði hann að um væri að ræða „mjög drama­tísk sam­bands­slit“.

Dóm­ur yfir mann­in­um var mildaður vegna játn­inga hans og ungs ald­urs. Tólf mánaða fang­els­is­vist þótti hæfi­leg refs­ing og ekki þótti ­efni til að skil­orðsbinda hana. Maður­inn hafði setið nán­ast óslitið í gæslu­v­arðhaldi frá 19. októ­ber, næstum hálfan fangelsisdóminn, og var látinn á reynslulausn skömmu eftir að hann var kveðinn upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert