Samstaða sterkasta aflið gegn rasisma

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það var gleðilegt að sjá svo marga mæta á Austurvöll á miðvikudag í samstöðu gegn rasisma þótt tilefnið væri ömurlegt,“ skrifar Drífa Snædal, forseti ASÍ, í vikulegum pistli sínum.

Hún segir verkalýðshreyfinguna hreyfingu lýðræðis, mannréttinda og friðar. 

Hreyfing almennings gegn öflum sem sundra og kúga. Þess vegna hljóta samtök vinnandi fólks að taka stöðu með hinum kúguðu gegn kerfisbundinni niðurlægingu og valdbeitingu,“ skrifar Drífa.

Hún segir stöðu mála í Bandaríkjunum það alvarlega að hún ógni friði þar í landi og þar með alheimsfriði.

Um leið varpar hún ljósi á kerfisbundið kynþáttamisrétti sem þrífst um allan heim. Það er því þörf á friðarsamstöðu sem aldrei fyrr. Munum að sterkasta aflið gegn inngrónu misrétti og stofnanabundnum rasisma er samstaða. Þar dugar ekkert minna en fjöldahreyfing og við skulum öll vera hluti af henni,“ skrifar Drífa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert