Eimreiðin á Miðbakka kominn á sinn stað

Eimreiðinni komið á sinn stað.
Eimreiðinni komið á sinn stað. Ljósmynd/Faxaflóahafnir

Starfs­menn Bækistöðvar Faxa­flóa­hafna sóttu í gær eim­reiðina Minør í geymslu og komu henni fyr­ir á sín­um stað á Miðbakka við Gömlu höfn­ina í Reykja­vík.

Yfirleitt er eimreiðin sett upp í kringum sumardaginn fyrsta en tafir hafa orðið í ár vegna framkvæmda við Miðbakka.

Eim­reiðin er jafn­an sett upp í kring­um sum­ar­dag­inn fyrsta og tek­in niður í kring­um fyrsta vetr­ar­dag. Eim­reiðin Minør hef­ur alla tíð vakið áhuga barna og á seinni árum einnig er­lendra ferðamanna, sem leggja leið sína á hafn­ar­svæðið.

Nú eru 103 ár liðin síðan eim­reiðarn­ar Minør og Pi­oner luku verki sínu við gerð Gömlu hafn­ar­inn­ar. Eim­reiðin Minør hef­ur ávallt verið í vörslu Faxa­flóa­hafna yfir vetr­ar­tím­ann en eim­reiðin Pi­oner hef­ur verið varðveitt allt árið á Árbæj­arsafni. Báðar voru eim­reiðarn­ar fram­leidd­ar í Þýskalandi árið 1892.

Þær voru keypt­ar hingað til lands vegna hafn­ar­gerðar­inn­ar á sín­um tíma og fluttu grjót í hafn­argarðana. Járn­braut var lögð frá Öskju­hlíð að Reykja­vík­ur­höfn og síðar einnig frá Skóla­vörðuholt­inu. Fjöldi manns vann við grjót­högg á báðum stöðunum. Minør fór í sína fyrstu ferð 17. apríl 1913.

Ljósmynd/Faxaflóahafnir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert