Eyjarnar skörtuðu sínu fegursta

Vestmannaeyjar eru án vafa eitt fallegasta og óvenjulegasta bæjarstæði veraldar. Ógnvænleg eldsumbrot hafa mótað eyjarnar þar sem rauðleit möl, nýlegt hraun, iðagrænar brekkur og ókleif björg umlykja bæinn. Veðrið lék við Eyjamenn um síðustu helgi og þá voru kjöraðstæður til að mynda þetta dramatíska landslag með dróna.

Í myndskeiðinu er tónlist af plötu Jóhanns heitins Jóhannssonar, The Last and First Men, og var gerð fyrir samnefnda kvikmynd sem hann leikstýrði sjálfur.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert