550 farþegar bókaðir í byrjun júlí

Í höfn á Seyðisfirði. Sumaráætlun Norrænu hefst 27. þessa mánaðar.
Í höfn á Seyðisfirði. Sumaráætlun Norrænu hefst 27. þessa mánaðar. mbl.is/Sigurður Bogi

Bókanir í ferðir Norrænu til Íslands hafa verið að taka við sér eftir heldur daprar vikur og mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Von er á 150 farþegum í næstu ferð og í byrjun júlí, þegar sumaráætlun ferjunnar tekur gildi, eru bókaðir 550 farþegar.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kveðst Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril line á Íslandi, kveðst ánægð með að ferðaþjónustan sé að taka við sér og vonast til að hún haldi áfram að glæðast.

Að undanförnu hafa aðeins verið 20 til 50 manns í ferð enda gestir landsins settir í sóttkví. Þegar skipið kemur næst, á þriðjudaginn í næstu viku verður búið að opna landið meira en gestir frá öðrum löndum en Færeyjum og Grænlandi þurfa þó að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. Von er á 150 farþegum með þeirri ferð og yfir 200 í næstu ferð þar á eftir.

Sumaráætlun Norrænu tekur gildi um mánaðamótin og eru 550 farþegar bókaðir í fyrstu ferð eftir það, 2. júlí. Fleiri voru bókaðir en hluti þeirra afbókaði sig í kjölfar tilkynningar stjórnvalda um að greiða þurfi 15 þúsund króna gjald fyrir skimunina eftir 1. júlí.

Skimað um borð í ferj­unni

Unnið hef­ur verið að skipu­lagn­ingu sýna­töku á Seyðis­firði og seg­ir Linda að málið hafi verið unnið í nánu sam­starfi við land­lækni, sótt­varna­lækni og Heil­brigðis­stofn­un Aust­ur­lands. Ákveðið hef­ur verið að taka sýn­in um borð í ferj­unni fyrstu tvær vik­urn­ar. Þar sé góð aðstaða og tel­ur hún að sýna­tak­an ætti ekki að taka nema tæp­ar tvær klukku­stund­ir nú á þriðju­dag­inn.

Sýn­in fara með flugi til grein­ing­ar hjá Íslenskri erfðagreiningu en á meðan beðið er niður­stöðu geta farþeg­arn­ir farið í náttstað, þar sem þeir eiga pantað.

Uppfært klukkan 11:47.

Fréttin birtist í Morgunblaðinu sem kom út í dag. Þar kom fram að sýni yrðu greind á Landspítalanum en hið rétta er að Íslensk erfðagreining mun sjá um greiningu sýna næstu vikurnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert