Áfram lögveð í ökutækjum

Eigandi bílsins ber endanlega ábyrgð á greiðslu veggjalda.
Eigandi bílsins ber endanlega ábyrgð á greiðslu veggjalda.

Samgönguráðuneytið hefur lagt til breytingar á ábyrgð á innheimtu veggjalds sem ekki er greitt þegar bílar fara um gjaldskylda vegi eða göng.

Eftir sem áður þarf eigandi bifreiðar að greiða gjaldið, hvort sem hann er ökumaður eða ekki, og ógreitt veggjald verður áfram með lögveð í ökutækinu. Hins vegar verða iðgjöld vátrygginga bílsins og skattar af honum framar í lögveðsröðinni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Frumvarp samgönguráðherra um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir er til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. Í umsögnum ýmissa aðila var gagnrýnt að með því væri verið að færa áhættu af innheimtu veggjalda af herðum rekstraraðila ganga og annarra gjaldskyldra vega yfir á einkaaðila, til dæmis bílaleiga. Áhættan ætti frekar að hvíla á rekstraraðilum en einkafyrirtækjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert