Aka um göngugötur í sumar

Regnboginn á Skólavörðustíg.
Regnboginn á Skólavörðustíg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Engar líkur eru á því að umferðarlögum verði breytt í sumar með þeim hætti að sveitarfélög fái sjálf að ákveða hvort og þá hvaða undanþágur verði veittar á ökubanni um göngugötur.

Reykjavíkurborg óskaði eftir því við umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í apríl síðastliðnum. Ósk borgarinnar verður tekin fyrir í haust, þegar þing kemur saman að nýju.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telur Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður nefndarinnar, lögin ágæt eins og þau standa í dag.

Því er ljóst að hreyfihömluðum verður áfram heimilt að aka um göngugötur þetta sumarið. „Það var meðvituð ákvörðun að auka þennan rétt til aðgengis fyrir hreyfihamlaða á sínum tíma og hjá landssamtökum þeirra var mikil ánægja með það,“ segir Bergþór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert