Fá ekki fjármagn fyrir ódýrari íbúðir

Nýjar blokkir á vegum Bjargs við Hraunbæ. Fyrsti áfanginn af …
Nýjar blokkir á vegum Bjargs við Hraunbæ. Fyrsti áfanginn af 99 íbúðum bætist við á þessu ári. mbl.is/Árni Sæberg

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir áform um húsnæðisfélagið Blæ í biðstöðu. Rætt var um að félagið myndi byggja 400-600 hagkvæmar leiguíbúðir á ári.

Lífeyrissjóðirnir hafi ekki verið tilbúnir að fjármagna félagið, að því er fram kemur í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Útlit er fyrir að á næstu árum verði hundruð hagkvæmra íbúða byggð, ef ekki þúsundir. Bjarg er að byggja hundruð íbúða og til stendur að veita hlutdeildarlán til uppbyggingar á að hámarki 400 íbúða á ári. Hins vegar hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvers konar íbúðir það verða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert