Hótelstarfsmenn komu upp um Rúmenana

Lögreglu hafa borist margar ábendingar um mennina sem lýst var …
Lögreglu hafa borist margar ábendingar um mennina sem lýst var eftir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir af mönnunum, sem lögregla lýsti eftir í gær, voru handsamaðir eftir að ábending barst frá hótelstarfsmönnum um að þeir hefðu skráð sig inn á hótelið.

Enn er eins manns leitað en lögregla hefur fengið fjölda ábendinga frá almennum borgurum, og fer mest vinna rannsóknarlögreglumanna í að fylgja þeim eftir. Þetta segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Lýst var eftir þremur rúmenskum karlmönnum í gær eftir að samferðarmenn þeirra, sem staðnir voru að búðarhnupli á Suðurlandi í gær, greindust með kórónuveiruna. Mennirnir komu til landsins í síðustu viku og hefðu með réttu átt að vera í sóttkví. Farið verður með smituðu mennina í farsóttarhúsið að Rauðarárstíg um leið og það opnar, sem Kristján Helgi vonar að verði sem fyrst.

Vill ekki segja til um sakaferil

Sem fyrr segir er einn mannanna enn ófundinn. Aðspurður segir Kristján Helgi að ekki sé gengið út frá því að maðurinn sé hættulegur eða vopnaður. Þá vill hann ekki svara hvort hann er á sakaskrá í heimalandinu. Verði fólk vart við manninn ráðleggur Kristján Helgi því að umgangast hann líkt og smitaður væri, þ.e. ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert