Meinlaust veður á 17. júní

Sumarsólin skín á Akureyri.
Sumarsólin skín á Akureyri.

Útilit er fyrir aðgerðalítið og meinleysislegt veður á landinu á þjóðhátíðinni, 17. júní, sem er nú á miðvikudaginn. Á vestanverðu landinu verða suðlægar áttir ríkjandi, skýjaloft og sólarlítið.

Hins vegar verður bjart yfir norðanlands og austan og veðrið sennilega allra best á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu. Um miðjan dag gæti hitastig þar farið í 15-16 gráður þegar best lætur. Þessu gæti þó fylgt lítilsháttar hafgola þegar líða tekur á daginn, að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.

Hvergi ætti að verða rigning að deginum, þótt í vitund margra sé fast að þjóðhátíðardeginum fylgi úrkoma. Vissulega eru dæmi um slíkt, en engin regla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert