Grímsvötn á seinni hluta í gosundirbúningi

Eldgos í Grímsvötnum.
Eldgos í Grímsvötnum. mbl.is/RAX

Vísindaráð almannavarna fundaði um stöðu mála í Grímsvötnum í dag en vísbendingar eru um að eldgos geti orðið þar í lok jökulhlaups.

Að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings voru allir upplýstir á fundinum um stöðu mála og voru menn sammála um að Grímsvötn séu komin vel á seinni hlutann í gosundirbúningi.

Magnús Tumi segir það ekki algjörlega óhyggjandi að það verði gos og hefur jarðskjálftavirkni ekki aukist mikið. Aftur á móti sýnir sagan að ef það kemur hlaup þá getur það valdið gosi.

Hann nefnir lækkaða vatnsstöðu á svæðinu, auk þess mælst hefur gasútstreymi, SO2, sem tengist kviku. Þessar aðstæður hafa stundum komið upp fyrir gos.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert