Aflýsa öllum flugferðum í sumar

Transavia, dótturfélag Air France, flaug frá Rotterdam til Akureyrar síðasta …
Transavia, dótturfélag Air France, flaug frá Rotterdam til Akureyrar síðasta sumar en þeim fyrirætlunum var aflýst í ár. AFP

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel, sem flýgur meðal annars til Akureyrar, hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum sínum í sumar vegna kórónuveirufaraldursins, af því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands. 

Þar sem meirihluti Hollendinga hyggst ekki ferðast til annarra landa eða fremur líta til nágrannalanda á þessu ári sé grundvöllur fyrir flugi brostinn.

Ferðaskrifstofan stóð fyrir vikulegum flugferðum með flugfélaginu Transavia milli Rotterdam og Akureyrar síðasta sumar og voru farnar 8 flugferðir frá Amsterdam til Akureyrar á vegum þeirra. 

Áform Voigt Travel um flugferðir á næsta ári eru þó óbreytt og er stefnt að 10 flugferðum frá Amsterdam til Akureyrar frá og með 10. febrúar og síðan vikulegu flugi næsta sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert