Stækka landsvæði til ræktunar trjágróðurs í Snæfellsbæ

Jónatan Garðarsson formaður SÍ ,Vagn Ingólfsson formaður SÓ, og Kristinn …
Jónatan Garðarsson formaður SÍ ,Vagn Ingólfsson formaður SÓ, og Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar. mbl.is/Alfons Finnsson

Skógræktarfélag Ólafsvíkur og Snæfellsbær hafa náð samkomulagi um stækkun landsvæðis til ræktunar trjágróðurs í hlíðunum ofan við byggðina í Ólafsvík. Um er að ræða samning til ræktunar á Landgræðsluskógi. Skógræktarfélag Íslands er einnig aðili að þessum samningi.

Heildarstærð nýja samningsins sem skrifað var undir í gær er 39,5 hektarar sem er ríflega 40% stækkun á ræktunarlandi Skógræktarfélags Ólafsvíkur. Eldri samningur þess svæðis sem skógræktarfélagið hafði var gerður 2011 verður nú felldur niður, sá samningur hljóðaði uppá 27 hektara land. Gildistími nýja samningsins er til 75 ára.

Vagn Ingólfsson formaður Skógræktarfélags Ólafsvíkur var mjög sáttur við þennan nýja samning enda löngu kominn tími á stækkun lands til gróðursetningar og bætir Vagn við að gaman sé að geta gert þennan samning á 50 ára afmælisári félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert