Samtal í gangi í einstaklega erfiðri kjaradeilu

„Þetta er alveg einstaklega flókin og erfið kjaradeila, en það …
„Þetta er alveg einstaklega flókin og erfið kjaradeila, en það er mjög gott samtal,“ segir Aðalsteinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundi Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hjá ríkissáttasemjara er lokið, en hann hafði staðið yfir frá klukkan 9:30 í morgun. Annar fundur hefur verið boðaður á sama tíma á morgun.

Þetta staðfestir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is. Hann segir gott samtal í gangi.

Álitaefnum heldur fækkað

„Þetta er alveg einstaklega flókin og erfið kjaradeila, en það er mjög gott samtal,“ segir Aðalsteinn. „Það var mjög virkt samtal í dag og samninganefndirnar ætla að vinna áfram sín í hvoru lagi í kvöld og svo verður haldið áfram í fyrramálið klukkan hálftíu. Varðanir árangurinn þá hefur álitaefnunum heldur fækkað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert