Eldur í gaskúti í Vaglaskógi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á Akureyri hefur verið kallað út að hjólahýsasvæði í Vaglaskógi eftir að kviknaði í gaskúti. Þegar mbl.is náði tali af Jónasi Baldri Hallssyni, slökkviliðsmanni á vakt,um klukkan ellefu voru slökkviliðsmenn á leið á vettvang. Eldurinn er að sögn ekki mikill og ekki búist við að slökkvistörf taki langan tíma.

Uppfært 23:49
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk vel að slökkva eldinn og skapaðist lítil hætta. Bíl frá slökkviliðinu í Þingeyjarsveit, sem hafði verið kallaður út ásamt bílnum frá Akureyri, var því snúið við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert