Handtekinn vegna óeðlilegrar hegðunar

Hann virkaði reiður á svip inni í búrinu áður en …
Hann virkaði reiður á svip inni í búrinu áður en farið var með hann á Náttúrustofu Vestfjarða. Ljósmynd/Lögreglan á Vestfjörðum

Lögreglan á Vestfjörðum handtók grunsamlegan fugl eftir ábendingu um „að eitthvað væri óeðlilegt í hegðun hans“. Hann var ekki vistaður í fangaklefa heldur var honum komið til Náttúrustofu Vestfjarða til skoðunar.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar á Vestfjörðum. RÚV hefur eftir lögreglumanni að um sé að ræða arnarunga en kona sem skrifar athugasemd við færsluna segir að um fálka sé að ræða.

„Það eru ýmsir, sem hafa lent í löngum armi lögreglunnar. Þessi var handsamaður fyrr í kvöld eftir ábendingu um að eitthvað væri óeðlilegt í hegðun hans,“ segir í færslu lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert