Minnkar lánsþörf borgarsjóðs

Ráðhúsið.
Ráðhúsið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Uppgreiðsla víkjandi láns Reykjavíkurborgar til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) mun ekki ekki hafa áhrif á samstæðu Reykjavíkurborgar. Þá veldur uppgreiðsla lánsins því að OR getur fjármagnað sig með hagstæðari hætti. Þetta kemur fram í skriflegri athugasemd frá Halldóru Káradóttur, sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar, við frétt mbl.is

Í fréttinni er ofangreint reifað en er það ekki gert með nægilega skýrum hætti að mati Reykjavíkurborgar. Í fréttinni segir að með þessu hafi borgin fengið lífsnauðsynlegt fjármagn inn í reksturinn auk þess sem OR losnaði undan óhagstæðum vaxtaskilyrðum. Að því er segir í athugasemd Reykjavíkurborgar mun umrædd uppgreiðsla minnka lánsþörf borgarsjóðs. 

Í fréttinni kom fram að Reykjavíkurborg yrði af 1,1 milljarði króna brúttó í vaxtatekjur og verðbætur. Í skriflegu svari borgarinnar við fréttinni er lögð áhersla á að greiða þurfi fjármagnstekjuskatt af brúttó vöxtum og verðbótum jafnvel þótt um eigendalán sé að ræða líkt og í þessu tilviki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert