19 sóttu um hæli í júní

Hælisleitendur mótmæla.
Hælisleitendur mótmæla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einstaklingum sem sóttu um hæli hér á landi til Útlendingastofnunar fjölgaði umtalsvert í júnímánuði eftir að umsóknir höfðu nánast legið niðri í mánuðunum apríl og maí, þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst.

Hælisleitendurnir voru frá níu þjóðlöndum samkvæmt tölum sem fengust hjá Útlendingastofnun.

Hælisleitendur sem sóttu um hæli á Íslandi í júní voru 19 talsins en þeir voru til samanburðar fjórir í maí og fimm í apríl.

Alls bárust fjórar umsóknir frá hælisleitendum í Írak í júní og fjórar frá Sómalíu. Þrjár umsóknir bárust frá ríkisborgurum í Venesúela, tvær frá Nígeríu, tvær frá Palestínu og ein umsókn frá hverju eftirtalinna landa; Ísrael, Íran, Sýrlandi og Afganistan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert