Bjarg með 430 íbúðir í byggingu

Byggingarframkvæmdir á vegum Bjargs íbúðafélags eru í fullum gangi.
Byggingarframkvæmdir á vegum Bjargs íbúðafélags eru í fullum gangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Góður gangur er í uppbyggingu hjá Bjargi íbúðafélagi. Félagið er með 1.068 íbúðir undir. Þar af hafa 223 þegar verið afhentar leigutökum, 430 eru í byggingu og 415 í undirbúningi.

Fjárfesting er um 36 milljarðar og stofnframlög ríkis og sveitarfélaga 11 milljarðar króna, að því  er fram kemur í  umfjöllun um byggingar þessar í Morgunblaðinu í dag.

Þröstur Bjarnason, verkefnisstjóri framkvæmda hjá Bjargi, segir að framkvæmdir hafi gengið vel. Íbúar séu almennt ánægðir. Félagið sé í samvinnu við marga verktaka og hafi þeir skilað verkum sínum í tíma. Hann segir að mikið sé í gangi í sumar og verði heilu húsin eða stigagangarnir afhent mánaðarlega til íbúðar frá september og fram á vor.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert