Sex hlutu dóma í amfetamínsmáli

Fólkið var handtekið við Hvalfjarðargöngin í febrúar og hefur setið …
Fólkið var handtekið við Hvalfjarðargöngin í febrúar og hefur setið í varðhaldi síðan. mbl.is/Sigurður Bogi

Sex manns hlutu í morgun þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í tengslum við framleiðslu á amfetamíni. Málið komst í hámæli í febrúar þegar sexmenningarnir voru handteknir á leið sinni úr Borgarfirði, þar sem framleiðslan átti sér stað, en þau voru handtekin við Hvalfjarðargöng. Vísir greinir frá.

Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar sem jafnan var kenndur við klúbbinn Goldfinger, var á meðal þeirra sem dæmd voru í málinu, en hún fékk þriggja ára dóm. Annar maður var dæmdur í þriggja ára fangelsi og fjórir í fjögurra ára fangelsi. Eru það fjórir pólskir karlmenn og einn íslenskur karlmaður.

Fólkið framleiddi amfetamínið frá grunni og við handtöku fundust tvö kíló af meðalsterku amfetamíni og eitt kíló af veiku amfetamíni.

Auk þess að vera fundin sek um framleiðslu efnanna voru þrír pólsku mannanna fundnir sekir um brot á lögum um náttúruvernd með því að hafa sturtað skaðlegum efnum sem tengdust framleiðslu amfetamínsins í náttúruna við bústaðinn.

Jaroslava er þekkt meðal annars fyrir að hafa tekið við rekstri Goldfinger eftir andlát Ásgeirs. Rak hún staðinn frá 2012 til 2018. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/04/11/urskurdadir_i_aframhaldandi_gaesluvardhald/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert