Skimanir á landamærum „sóun á almannafé“

„Það að LSH verji milljörðum í skimanir er augljós sóun …
„Það að LSH verji milljörðum í skimanir er augljós sóun á almannafé!“ skrifar Ragnar.

Ragn­ar Freyr Ingvars­son, um­sjón­ar­lækn­ir á göngu­deild COVID-19 á Land­spít­al­an­um, segir það að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir á landamærum sé sóun á almannafé. 

Það er furðuleg hugmynd að Landspítalinn taki að sér að skima fríska ferðamenn við landamæri. Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ skrifar Ragnar á Facebook-síðu sína.

Þar spyr hann hvort það sé hlutverk spítalans að sinna frísku fólki og hvort Landspítalinn eigi ekki nóg með þau verkefni sem séu nú þegar á hans könnu. 

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), tilkynnti í vikunni að fyrirtækið hygðist hætta að greina sýni úr landamæraskimun en fram til þessa hefur ÍE séð alfarið um greiningu þeirra og hlaupa sýnin á tugum þúsunda. 

Ragnar segir að ráðstafanir sem snúa að skimun á landamærum taki ekki mið af þeirri þekkingu sem Íslendingar hafi aflað sér á liðnum vikum og mánuðum. 

Ferðamenn virðast ekki smita að neinu ráði. Væri það staðreyndin þá væru tilfelli að dúkka upp hér og þar í samfélaginu. Ég dreg alltént þá ályktun að það sé óþarfi að skima þá. Og kostar fúlgur fjár.

Þá segir Ragnar að allt bendi til þess að Íslendingar og aðrir sem hér eigi tengslanet séu líklegri til að smita. 

Flestir þróa með sér einkenni 4-5 dögum eftir að þeir smitast. Einstaka tilfelli fara fram yfir það og allt að 13 dögum. PCR-prófin eru nákvæm þegar fólk er með einkenni. Við myndum ná langstærstum hluta með 5 daga sóttkví og skimun þá eða lengri sóttkví fyrir þá sem ekki vilja skimun eða reynist jákvæðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert