Á móti þverun Vatnsfjarðar

Hellulaug. Náttúrulaug er í fallegu umhverfi Vatnsfjarðar.
Hellulaug. Náttúrulaug er í fallegu umhverfi Vatnsfjarðar.

Skipulagsstofnun mælir á móti áformum Vegagerðarinnar um að þvera Vatnsfjörð við Flókalund í þeim tilgangi að stytta Vestfjarðaveg. Í áliti stofnunarinnar á umhverfismati endurbóta á veginum um Dynjandisheiði er lagt til að fylgt verði núverandi veglínu fyrir fjörð.

Vegagerðin er að undirbúa endurbætur á Vestfjarðavegi frá Dýrafjarðargöngum, um Dynjandisheiði og Vatnsfjörð. Einnig lagfæringar á Bíldudalsvegi frá heiðinni og að Bíldudalsflugvelli. Tilgangurinn er að tryggja heilsárssamgöngur á milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða og tengja Bíldudal við veginn að hinum nýju Dýrafjarðargöngum. Vegirnir eru nú um 70 km langir, víða slæmir malarvegir, en nýir vegir verði á bilinu 63 til 68 m að lengd.

Lagt er upp með að leggja nýja vegi nálægt núverandi vegum, þar sem það er hægt. Lítið er þó hægt að nýta núverandi vegstæði. Vegirnir verða færðir þar sem hætta er á umferð gangandi vegfarenda og þar sem snjósöfnun á veg er mikil. Einnig er litið til þess að stytta vegalengdir, til dæmis með þverun og færslu Bíldudalsvegar að hluta.

Vegurinn í Vatnsfirði liggur um friðland. Grunnleið Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir þverun Vatnsfjarðar hjá Flókalundi en einnig eru áhrif fjölmargra annarra leiða skoðuð. Leiðin styttist um 3-4 km við þverun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert