Fyrsta farþegaskipið

Le Boreal. Fyrsta skipið sem kemur til Reykjavíkur á sumarvertíðinni …
Le Boreal. Fyrsta skipið sem kemur til Reykjavíkur á sumarvertíðinni 2020. Ljósmynd/Faxaflóahafnir

Fyrsta farþegaskip sumarsins er væntanlegt til Reykjavíkur á laugardaginn. Það heitir Le Boreal og er tæplega 11 þúsund brúttótonn. Skipið á að leggjast að Miðbakka klukkan 9.30.

Eitt skip, Magellan, kom hingað í mars, rétt áður en COVID-19 faraldurinn skall á, og í framhaldinu voru tugir ferða skemmtiferðaskipa felldar niður.

Le Boreal er leiðangursskip og farþegar verða um 200 talsins. Þeir koma með leiguflugvél frá París til Keflavíkur. Allir farþegar munu fara í skimun á Keflavíkurflugvelli. Farþegar verða síðan fluttir ca. 10-15 í hverri rútu niður á Miðbakka.

„Allir farþegar þurfa sjálfir að passa uppá fjarlægðartakmörk og hafa andlitsgrímur. Þegar neikvæð niðurstaða er komin má fólk fara um borð í skipið, þ.e. þurfa að sýna SMS því til staðfestingar,“ segir í frétt á heimasíðu Faxaflóahafna.

Skipafélagið Ponant áætlar sex skipakomur í júlí og verður fyrirkomulagið ætíð það sama. Skip félagsins eru leiðangursskipin Le Boreal og Le Bellot.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert