Halda áætlun þrátt fyrir takmarkanir

Á spænskri sólarströnd.
Á spænskri sólarströnd. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við munum halda áætlun um flugferðir í júlí, eins og staðan er núna,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals-Útsýnar.

Nokkur óvissa ríkti um pakkaferðir á vegum ferðaskrifstofunnar, í ljósi kórónuveirufaraldursins. Íhugað var að hætta við ferðir í júlí vegna óvissu um sóttvarnaráðstafanir en á þriðjudag var ákveðið að halda áætlun.

Fullbókuð Icelandair-vél mun fljúga með farþega í pakkaferð á vegum ferðaskrifstofunnar til Alicante 13. júlí. Þórunn segir ferðamenn vita hverju þeir gangi að, í tengslum við sóttvarnir, hvort sem þeir séu á Íslandi eða erlendis.

„Við förum hægt og rólega af stað, en með varkárni hvort sem við erum á Íslandi eða erlendis,“ segir Þórunn. Staðan hafi verið ferðaskrifstofum erfið undanfarna mánuði.

„Það er mjög jákvætt fyrir okkur sem erum í þessum bransa að full vél sé á leiðinni til Alicante. Þetta hefur verið erfiður tími en við vonum það besta,“ segir Þórunn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert