Rýmka opnun skemmtistaða fyrir mánaðamót

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Sóttvarnalæknir hefur í hyggju að mæla með því við heilbrigðisráðherra að opnunartími skemmtistaða verði rýmkaður fyrir næstu mánaðamót. Líklegast er að leyfilegur opnunartími, sem nú má ekki vera lengri en til ellefu að kvöldi, verði framlengdur til miðnættis eða eitt að nóttu. 

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 

Eins og áður hefur verið sagt frá er rekstur vinsælla skemmtistaða í mikilli óvissu vegna takmarkaðs opnunartíma. Þórólfur hefur áður sagt að fólk passi sig minna þegar það er úti að skemmta sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert