Ferðamenn í júní aðeins 3% af fjöldanum í fyrra

Fjöldi ferðamanna sem komu um Keflavíkurflugvöll í júní var aðeins …
Fjöldi ferðamanna sem komu um Keflavíkurflugvöll í júní var aðeins 3% af því sem það var í sama mánuði í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heildarfjöldi farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll í júní var 11.253, en þar af voru útlendingar 53%, eða 5.943 talsins. Íslendingar voru 5.310. Í sama mánuði í fyrra var fjöldi farþega 259.702 og voru 75% þeirra útlendingar, eða 194.912 einstaklingar. Fækkun útlendinga er 97%. Þetta kemur fram í tölum Ferðamálastofu um brottfarir um völlinn fyrir síðasta mánuð.

Samkvæmt talningu stofnunarinnar voru ferðamenn frá Þýskalandi og Danmörku fjölmennasti hópurinn sem hingað kom, en frá samtals komu 1.182 Þjóðverjar og 1.050 frá Danmörku. Í flokknum „annað“ eru skráðir 1.469 einstaklingar.

Tafla/Ferðamálastofa

Þegar horft er til fyrstu sex mánaða ársins er heildarfjöldi erlendra ferðamanna sem hingað hafa komið í gegnum Keflavíkurflugvöll 341.695 manns, en á sama tíma í fyrra höfðu 899.793 komið. Er það fækkun upp á 62% milli ára. Mest fækkun er frá Bandaríkjunum, sem áður var fjölmennasti hópur ferðamanna sem hingað kom. Samdrátturinn þaðan hefur verið 76,2%. Fjöldi Breta, sem voru næst fjölmennasti hópur ferðamanna hingað í fyrra, dregst minna saman, en í heild hafa 94.145 Bretar komið til landsins gegnum flugvöllinn, en voru 146.619 á sama tíma í fyrra. Það er samdráttur upp á 35,8%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert