Starfsmenn verða í loftfimleikum við samsetningu

Jarðvegur er fjarlægður af bjargbrúninni svo hægt sé að kanna …
Jarðvegur er fjarlægður af bjargbrúninni svo hægt sé að kanna bergið og hefja borun. Bolafjall nær í 638 metra hæð yfir sjávarmáli og þaðan er stórfenglegt útsýni yfir Ísafjarðardjúp. Ljósmynd/Steinar Gunnarsson

Framkvæmdir eru hafnar við gerð útsýnispalls á Bolafjalli ofan Bolungarvíkur. Fyrstu framkvæmdir felast í því að fjarlægja jarðveg ofan af berginu þar sem pallurinn verður festur og hófst vinna við það í gær.

Útsýnispallurinn verður úr stáli og gleri og slútir fram yfir klettavegginn á um 55 metra kafla í yfir 600 metra hæð yfir sjávarmáli. Til að festa hann verða boraðir um hundrað bergboltar í klettahamarinn, bæði til að gera tengipunkta fyrir burðarvirkið og til að negla stuðla bergsins saman og tryggja með því festu þeirra.

Bolungarvíkurkaupstaður samdi við Eykt um gerð útsýnispallsins, að undangengnu útboði. Gunnar Örn Steingrímsson, verkefnastjóri hjá Eykt, segir að klæðskerasauma þurfi pallinn á bergbrúnina. Því sé ekki hægt að smíða hann fyrr en búið verði að bora fyrir festingum og undirstöðum. Vonast hann til að undirbúningi ljúki fyrir haustið og pallurinn verði smíðaður í vetur, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert