Opinskáar viðræður í flókinni stöðu

Frá undirritun samningsins sem felldur var á miðvikudaginn. Samninganefndir funduðu …
Frá undirritun samningsins sem felldur var á miðvikudaginn. Samninganefndir funduðu aftur í gær í fyrsta sinn frá atkvæðagreiðslu. Ljósmynd/Flugfreyjufélag Íslands

Fundur samninganefndar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair í gær gekk ágætlega að sögn Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara. Fundurinn var sá fyrsti eftir atkvæðagreiðsluna á miðvikudaginn, en þar felldu meðlimir FFÍ nýjan kjarasamning, sem samninganefndir beggja aðila höfðu skrifað undir hinn 25. júní, með afgerandi hætti.

Fundurinn stóð yfir í um þrjá klukkutíma og var honum lokið um sexleytið í gærkvöldi.

Aðalsteinn sagði í samtali við mbl.is að staðan sem myndaðist eftir að samningurinn féll í atkvæðagreiðslu hefði verið greind á fundinum og um leið viðraðar hugmyndir um mögulegar breytingar á samningnum.

Annar fundur hefur verið boðaður klukkan tvö á þriðjudaginn næstkomandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert