Ekkert gert til að stöðva verkfall

Engar viðræður eru í gangi á milli samninganefnda Sjómannafélags Íslands …
Engar viðræður eru í gangi á milli samninganefnda Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Önnur tímabundin vinnustöðvun skipverja á Herjólfi mun hefst á miðnætti annað kvöld, en að sögn beggja aðila deilunnar eru engar aðgerðir í gangi til að stöðva verkfallið.

Vinnustöðvun mun hefjast um miðnætti 14. júlí og standa yfir í tvo sólahringa, en ef ekki nást samningar mun þriðja tímabundna vinnustöðvunin hefjast aðfaranótt 21. júlí og standa yfir í þrjá sólahringa.

„Í þessari stöðu þá skiljum við þetta ekki,“ segir Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, í samtali við mbl.is

Jónas segir að félagið hafi boðið Herjólfi ohf. málamiðlun til að fresta verkfallinu, en að henni hafi verið hafnað. Málamiðlunin fólst í því að bæta við einni þernu til að létta á áhöfn skipsins og þá yrði verkfallinu frestað.

Þessa stundina séu þrjár þernur á hverri vakt, en áður en bæjarútgerðin tók við rekstri skipsins hafi verið fimm þernur. Hann segir að mikið álag sé á skipverjum Herjólfs þessa dagana. Skipið fari fleiri ferðir á dag en það fór áður, svo álagið eykst þegar allaf er verið að skipta um farþega.

Jónas segist hissa að Herjólfur ofh. hafi ekki fallist á málamiðlunina. „Við erum ekki að átta okkur á þessu þvergirðingshætti að vilja ekki létta á fólkinu um borð.“

„Nýja skipið er erfiðara í vinnu en gamla skipið. Það er svo merkilegt,“ segir Jónas, en hann telur að hönnun skipsins valdi því að vinnuálag sé meira í nýja skipinu. 

Verkfallið mun hefjast á miðnætti 14. júlí, og standa yfir …
Verkfallið mun hefjast á miðnætti 14. júlí, og standa yfir í tvo sólahringa

Vilja öðruvísi viðbrögð

„Frestun ein og sér er ekki að gera neitt fyrir okkur,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdarstjóri Herjólfs ohf., í samtali við mbl.is. Hann segir að á fundum samninganefnda hafi komið fram kröfur frá Sjómannafélagi Íslands í tíu liðum, en þær voru þess eðlis að ekki hafi verið hægt að ræða neitt frekar á þeim grundvelli.

Guðbjartur segir að Herjólfur ohf. hafi hafnað málamiðlun Sjómannafélagsins vegna þess að það þýddi ekkert að fresta verkfallinu ef kröfur Sjómannafélags Íslands héldust óbreyttar. Þá sé mönnun á íslenskum skipum sé ákveðin af samgöngustofu og byggi á hvað skip er með marga farþega.

„Við höfum verið lengt undir þeim miðunarmörkum miðað við þann fjölda sem við erum að flytja,“ segir Guðbjartur, en hann segir einnig að félagið sé með lögmætan samning með forgangsréttarákvæði, og allir í áhöfn hafa fenguð launaleiðréttingu og hækkanir í samræmi við lífskjarasamning.

„Afstaða okkar er skýr. Það er ekkert fyrirtæki á Íslandi í dag sem getur farið í 25-30% launahækkun ofan á lífskjarasamninga sem hefur verið samið um á almennum vinnumarkaði.“ Þá segir hann að það þurfi að koma önnur viðbrögð frá Sjómannafélagi Íslands við því sem Herjólfur ohf. hefur lagt fram en eigi að funda á ný.

„Við væntum þess að aðilar fari kannski að opna augun aðeins og horfa á þetta í stóra samhenginu svo hægt verði að ljúka þessu sem fyrst.“

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert