Fundað vegna takmarkana á Keflavíkurflugvelli

Útlit er fyrir að takmarka þurfi umferð um Keflavíkurflugvöll vegna …
Útlit er fyrir að takmarka þurfi umferð um Keflavíkurflugvöll vegna skimana. mbl.is/Eggert

Allt útlit er fyrir að aflýsa þurfi fjölda áætlunarferða um Keflavíkurflugvöll næstu daga vegna skorts á afkastagetu við smitprófanir á komufarþegum. Fundað er um málið hjá stjórnvöldum í dag. Ekki liggur fyrir hvaða flugferðir halda sínu striki eða hverjar verða felldar niður.

Í samtali við mbl.is, segir Frank Holton samræmingarstjóri að vissulega líti svo út að takmarka þurfi komur flugvéla vegna þess flöskuháls sem skimanir mynda. Hann segir þetta vandamál vera óvenjulegt og nýtt af nálinni, því liggi leikreglur ekki fyrir með skýrum hætti um hvernig velja eða hafna skuli þeim flugum sem vilja komast að. Þar furfi að koma til leiðbeiningar frá yfirvöldum.

Sigfús Þór Sigmundsson, hjá skrifstofu forstjóra Samgöngustofu, staðfesti að funda ætti um málefnið nú á ellefta tímanum og vonandi mætti búast við skýringum í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert