Kosið um ótímabundið verkfall

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands mbl.is/Kristinn Magnússon

Kosning um ótímabundið verkfall flugfreyja hefst næsta föstudag, 24. júlí og stendur til 27. júlí. Samþykki flugfreyjur verkfallsboðun hefst verkfall 4. ágúst. Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, í samtali við mbl.is, en kosningin hefur þegar verið kynnt fyrir félagsmönnum.

Sem kunnugt er sagði Icelandair upp öllum flugfreyjum í morgun og mun ekki krefjast vinnuframlags af þeim frá og með mánudegi. Þess í stað munu flugmenn ganga í störf flugfreyja.

Spurð hvaða þýðingu það hafi að fara í verkfall þegar ekki er ætlast til vinnuframlags frá þeim, segir Guðlaug að verkfall sé þeirra vopn og þær neyðist til að nota það. „Það getur alveg nýst okkur en tíminn þarf að leiða það í ljós.“ Hún vonast þó til að viðsemjendur félagsins, Icelandair, sjái að sér áður en að verkfalli kemur og semji við Flugfreyjufélagið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert