Flýgur fjórtán ára

Sveinbjörn Darri Matthíasson við svifflugu á Sandskeiði.
Sveinbjörn Darri Matthíasson við svifflugu á Sandskeiði.

Sveinbjörn Darri Matthíasson, fjórtán ára piltur úr Kópavogi sem fermist í haust, er yngsti flugmaður landsins. Hann tók nú í vikunni próf og fékk réttindi til sólóflugs á svifflugu sem hann sveimar á frá flugvellinum á Sandsskeiði.

„Áskorunin felst í því að leita uppstreymis og annarra krafta til þess að geta svifið,“ segir Sveinbjörn, sem fékk réttindin degi á undan föður sínum, Matthíasi Sveinbjörnssyni, sem er flugmaður hjá Icelandair.

Langt er síðan jafn ungir flugmenn á Íslandi hafa tekið á loft, segir Kristján Sveinbjörnsson, kennari hjá Svifflugfélagi hjá Íslands. Þó sé gróska í sportinu og nemendur 20-30 talsins, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert