Hamingjan í heita pottinum

Baðstaðir landsins gleðja jafnt unga sem aldna.
Baðstaðir landsins gleðja jafnt unga sem aldna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Er leyndarmálið að hamingju Íslendinga falið í heitu pottunum? Dagskrárgerðarmenn BBC leiða að því líkum í skemmtilegu myndbandi sem varpar ljósi á sundlauga- og heitapottsmenningu landans.

Íslenska baðmenningin er sérstök á heimsvísu og fullyrt er að hvergi í heiminum séu jafnmargir baðstaðir á hvern íbúa. Hinn náttúrulegi jarðvarmi er undirstaða þess, en einnig sú hefð fyrir sundiðkun sem hér ríkir. Sundkennsla barna var lögbundin árið 1940 en eldri borgarar eru ekki síður duglegir að nýta heita vatnið sér til heilsubótar.

Sundferðum er lýst sem föstum hluta af almennri velferð landans. Í pottinum eru allir jafnir, óháð stétt og stöðu. Laust við farsímana ræðir fólk saman á persónulegum nótum um heima og geima eða nýtur hins líknandi máttar vatnsins: hugleiðir og hleður rafhlöður sálar og líkama.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert