Mikill viðbúnaður vegna rofs á einangrun

Skúli segir það ekki vita á gott að blanda saman …
Skúli segir það ekki vita á gott að blanda saman áfengi við Covid-19. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðbúnaðurinn var mikill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um hálfáttaleytið í gærkvöldi vegna manns sem átti að vera í einangrun vegna kórónuveirunnar. Vegna ölvunar átti hann erfitt með að virða mörk einangrunar. Makinn var einnig undir áhrifum áfengis. Á heimilinu voru einnig fjögur stálpuð börn þeirra.

Að sögn Skúla Jónssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er lögreglan tilbúin með hlífðarbúnað vegna veirunnar í bílum sínum og var hún því við öllu búin þegar farið var inn í íbúðina.

Ekið heim í sérstöku ökutæki

Skúli segir það ekki vita á gott að blanda áfengi saman við Covid-19 eins og gerðist í þessu tilfelli.

Fjarlægja þurfti manninn og hann látinn sofa úr sér í fangageymslum lögreglunnar. Í morgun var honum síðan ekið heim í sérstöku ökutæki slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem er notað í Covid-tilfellum. Einnig þurfti að sótthreinsa fangamóttökuna á Hverfisgötunni. Sömuleiðis var haft samband við Barnavernd.

Að sögn Skúla hafa útköll á borð við þetta verið örfá hjá lögreglunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert