Býr til töluverða ró

Skimun á Akranesi hefur gengið vel fyrir sig.
Skimun á Akranesi hefur gengið vel fyrir sig. Ljósmynd/Almannavarnir

Skimun Íslenskrar erfðagreiningar á Akranesi hefur gengið afar vel fyrir sig og kveðst Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, afar þakklátur fyrir störf fyrirtækisins en hópsmit kom upp í bæjarfélaginu á dögunum.

Íslensk erfðagreining stendur fyrir skimum á allt að 600 manns á Akranesi sem boðað var í með slembiúrtaki með það að markmiði að rannsaka hvort samfélagslegt smit hafi átt sér stað í bæjarfélaginu.

Skimunin fer fram í húsnæði Rauða krossins á Íslandi og að sögn Sævars hafa íbúar tekið skimuninni vel.

„Ég er gríðarlega þakklátur Íslenskri erfðagreiningu, Kára og öllu hans góða fólki sem unnið hefur ómetanlegt starf fyrir íslenskt samfélag. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands og ég er ótrúlega þakklátur öllu þessu frábæra fólki sem er að vinna að þessu verkefni núna á sunnudegi,“ segir Sævar.

„Þetta býr til töluverða ró hjá fólki, að fá upplýsingar um það hvort hér sé samfélagslegt smit,“ segir Sævar, en fyrstu niðurstaðna er að vænta í kvöld.

„Skagamenn eru gríðarlega ánægðir með að fá þessa skimum og þakklátir fyrir að þetta skref hafi verið tekið.“

Skimunin fer fram í húsnæði Rauða krossins á Akranesi.
Skimunin fer fram í húsnæði Rauða krossins á Akranesi. Ljósmynd/Almannavarnir
Skagamenn hafa mætt vel í skimunina á Akranesi og tekið …
Skagamenn hafa mætt vel í skimunina á Akranesi og tekið henni vel. Ljósmynd/Almannavarnir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert