Breikkun brúa mun kosta á annan milljarð

Ljósmyndari mbl.is átti leið hjá Kvíá í dag. Að sögn …
Ljósmyndari mbl.is átti leið hjá Kvíá í dag. Að sögn var mikill fjöldi vegagerðarfólks að störfum mbl.is/Þorgeir

Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður Vegagerðarinnar, segir að framkvæmdir við breikkun einbreiðra brúa á Suðausturlandi munu kosta á annan milljarð. Framkvæmdirnar sem um ræðir eru á fjórum stöðum og eru verklok fyrirhuguð í vor á næsta ári.

Brýrnar sem um ræðir liggja yfir Kvíá, Brunná, Steinavötn og Fellsvötn. Framkvæmdir hófust í fyrrahaust og voru verkin við Steinavötn og Fellsvötn boðin út. Ístak varð hlutskarpast í útboðinu og fer með framkvæmdirnar. Engin bauð í framkvæmdirnar við Brunná og Kvíá og kannaði Vegagerðin áhuga „líklegra fyrirtækja,“ líkt og Guðmundur Valur orðaði það í samtali við mbl.is. Úr varð að Ístak fer einnig með framkvæmdir við Brunná og Kvíá.

Líkt og áður sagði eru verklok fyrirhuguð snemma á næsta ári og mun verkið kosta á annan milljarð samkvæmt forstöðumanni Vegagerðarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert