Áhættusvæðum ekki breytt að sinni

Þórólfur, Víðir og Alma á stöðufundi fyrir upplýsingafundinn.
Þórólfur, Víðir og Alma á stöðufundi fyrir upplýsingafundinn. Ljósmynd/Lögreglan

Ekki hefur verið ákveðið á þessum tímapunkti að breyta þeim áhættusvæðum erlendis sem mörkuð hafa verið til að takmarka útbreiðslu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi.

Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi almannavarna í dag.

Spurður um ástæðu þess að litið sé nú til svokallaðrar eins metra reglu í stað tveggja metra reglunnar sem gripið hefur verið til, sagði Þórólfur að áður hefði slík regla ekki komið til greina.

„Þegar Norðmenn settu þessa eins metra reglu þá sá maður ekki vísindaleg rök fyrir því. Nú eru þau komin fram,“ benti hann hins vegar á og bætti við að við tæki þá vinna til að athuga við hvaða aðstæður reglan gæti nýst.

Grímuskyldan myndi áfram haldast óbreytt, þ.e. hún kæmi til kastanna þegar ekki væri hægt að viðhafa tveggja metra, eða eftir atvikum eins metra, fjarlægð.

Ekki verri áhrif á ófrískar konur

Spurð hvort nokkuð hefði komið fram um verri áhrif veirunnar á ófrískar konur sagði Alma Möller landlæknir að ekki væru vísbendingar um það.

Hún sagði að hér á landi hefði verið ótrúleg heppni hvað varðar fá smit hjá heilbrigðisstarfsfólki við störf sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert