Erninum „skilað“ eftir 379 km ferðalag

Örninn, listaverk eftir Grétar Reynisson.
Örninn, listaverk eftir Grétar Reynisson. Ljósmynd/Aðsend

Tréskúlptúrnum Erninum, sem lögreglan á Austurlandi lýsti eftir í síðustu viku, var „skilað“ um þremur dögum seinna.

Honum var þó ekki skilað nærri staðnum sem hann var tekinn, við Landsbankann á Egilsstöðum, heldur um 379 kílómetrum í burtu, nánar til tekið á hringtorgi á Kirkjubæjarklaustri.

Örninn er nú í vörslu lögreglunnar á Suðurlandi og bíður heimferðar. Skemmdir urðu við þjófnaðinn á stöpli er örninn sat á en verkið sjálft er talið óskemmt.

„Líkur benda til að þarna hafi verið um bernskubrek fullorðinna að ræða. Málið er í rannsókn,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert