Viðbúnaður vegna reyks í kjallara

Slökkviliðið og lögreglan fór á vettvang.
Slökkviliðið og lögreglan fór á vettvang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út kl. 14:26 vegna reyks sem lagði frá kjallara íbúðarhúss við Bríetartún í Reykjavík. Búið er að rýma húsið og voru reykkafarar sendir niður í kjallarann.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu er talið að eitthvað hafi brunnið í kjallaranum, sem hýsir geymslur, en hvað það er liggur ekki fyrir að svo komnu máli.

Engan hefur sakað. 

Uppfært kl. 14:56 

Talið er að eitthvað hafi brunnið yfir í læstum kassa í kjallaranum, en grunur leikur á að þetta tengist rafmagni. Búið er að kalla út rafvirkja sem mun skoða málið betur. Slökkviliðið hefur lokið við að reykræsta húsið og er að ljúka störfum. Talið er að tjón af völdum reyks sé minniháttar. 

Slökkviliðsbíll og sjúkrabifreið sjást hér á vettvangi.
Slökkviliðsbíll og sjúkrabifreið sjást hér á vettvangi. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert