150 milljónir til þeirra verst settu

Dimmuborgir. Skútustaðahreppur hefur farið illa út úr veirufaraldrinum.
Dimmuborgir. Skútustaðahreppur hefur farið illa út úr veirufaraldrinum. mbl.is/Brynjar Gauti

„Þetta er mjög víðtæk vinna. Við erum að skoða alls konar áskoranir sem sveitarfélögin glíma við,“ segir Hanna Dóra Másdóttir, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

Hanna Dóra situr í samráðsteymi sveitarfélaga vegna kórónuveirunnar sem ráðuneytið skipaði til að vinna með þeim sex sveitarfélögum sem talið er að verði fyrir mestu tekjutapi vegna faraldursins. Alþingi samþykkti 150 milljóna framlag til þessa verkefnis í fjáraukalögum fyrr í sumar.

Upphaflega var áætlað að niðurstöður lægju fyrir í júlí. Það reyndist ekki unnt og nú er stefnt að því að kynna niðurstöður fyrir ríkisstjórn á næstunni.

„Starfshópurinn er að klára að vinna þetta með þessum sex sveitarfélögum. Við fengum knappan tíma í byrjun sumars, aðeins tíu virka daga. Við funduðum með öllum sveitarstjórunum í gegnum Teams og fórum yfir stöðuna hjá hverjum og einum. Það ætti að skýrast núna fyrir helgi hvernig fjármagnið skiptist,“ segir Hanna Dóra í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Þau sveitarfélög sem talið er að hafi orðið verst úti vegna tímabundins hruns í ferðaþjónustu eru Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur, Skútustaðahreppur, Bláskógabyggð, Sveitarfélagið Hornafjörður og Rangárþing eystra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert