Hafa endurgreitt einn og hálfan milljarð

Fella hefur þurft niður fjölda ferða.
Fella hefur þurft niður fjölda ferða. mbl.is/Eggert

Flugferðum til meginlands Spánar frá Íslandi hefur öllum verið aflýst, frá fimmtudeginum 20. ágúst og fram í októbermánuð. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Spánn fór illa út úr fyrstu bylgju faraldurs kórónuveirunnar í vor og erfitt hefur reynst að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar eftir að um þriggja mánaða löngu útgöngubanni var aflétt í lok júní.

Inneignir og færðar ferðir nemi hálfum milljarði

Í frétt ríkismiðilsins segir að samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra stærstu þriggja ferðaskrifstofanna, Vita, Heimsferða og Úrvals-Útsýns, hafi þær samanlagt þurft að endurgreiða hátt í einn og hálfan milljarð króna vegna ferða sem fella hefur þurft niður vegna faraldursins – um eða undir hálfan milljarð hver.

Að auki nemi inneignir og ferðir, sem færðar hafa verið til, um hálfum milljarði króna til viðbótar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert